Framkvæmdir við rúðugler og steint gler Gerðar Helgadóttur á norður- og austurhlið Kópavogskirkju

Fimmtudaginn 3. desember s.l. var lokið við uppsetningu á nýviðgerðu steindu gleri Gerðar Helgadóttur a norður og austurhlið Kópavogskirkju en verkið önnuðust sérfræðingar frá Oitmann glerverkstæðinu í Linnich í Þýskalandi og hefur sú vinna staðið síðan í júlí síðastliðnum. Nú eru Gunnar Örn og félagar hjá Fagsmíði að taka niður stillasa inn í kirkjunni og mun það verk taka nokkra daga. Áfram mun Fagsmíði vinna að við glugga kirkjunnar að utan. Áætlað er að taka kirkjuna aftur í notkun um næstu helgi. Meðfylgjandi myndir voru teknar föstudaginn 4. desember af nýviðgerðum gluggum. Ein myndin sýnir glugga á vesturhlið kirkjunnar (ekki búið að gera við) og sprungu á blýi í honum. Öllum sem komið hafa að verkinu er þakkað fyrir þeirra vinnu og framlag