Hádegishljómur í kirkjuklukkum Kópavogskirkju

Hádegishljómur verður í kirkjuklukkum landsins og sameiginleg bænastund hvern dag. Um er að ræða bænastund í kirkjum landsins kl. 12.00 á hádegi hvern dag. Kirkjuklukkum verður hringt í þrjár mínútur, í kirkjum landsins kl. 12.00 á hádegi hvern dag meðan á samkomubanni stendur. Síðan hefst bænastund.
Kirkjuklukkurnar kalla fólk til samlíðunar og ábyrgðar. Þær kalla okkur inn til guðsþjónustu og senda okkur út til guðsþjónustu. Á tímum þegar ekki er hægt að fjölmenna í kirkjum landsins, þá er boðskapur klukknanna enn sá sami að við erum bræður og systur og tilheyrum sömu fjölskyldu og berum ábyrgð sem slík.
Kópavogskirkja tekur þátt í þessu verkefni.