Guðsþjónusta & fundur 04/05/25

Á sunnudaginn 4. maí verður guðsþjónusta við Kópavogskirkju kl. 11.00.  Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar ásamt sr. Sigurði Arnarsyni og Ástu Ágústsdóttur djákna.  Fermingarbörnum næsta árs og foreldrum þeirra er sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar. Eftir guðsþjónustuna er síðan fundur um fermingarfræðsluna og fermingarnar og opnað fyrir skráningar.  Sjáumst á sunnudaginn í Kópavogskirkju!