Guðsþjónusta á nokkrum tungumálum

Sunnudaginn 21. febrúar næstkomandi verður guðsþjónusta á nokkrum tungumálum. í Kópavogskirkju kl. 11:00.  Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni.  Lesnir verða ritningarlestrar og beðnar bænir á nokkrum tungumálum.  Lesið og beðið verður á: íslensku, þýsku, frönsku, japönsku kúrdísku, persnesku, tékknesku, ensku og fleiri tungumálum. Sungnir verða sálmar frá nokkrum þjóðlöndum.  Sunnudagaskólinn hefst að venju kl. 11:00.  Eftir guðsþjónustu verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarheimilinu Borgum þar sem sr. Toshiki mun ræða um stöðu innflytjenda á Íslandi og Birte Harksen, deildarstjóri á leiksskólanum Urðarhóli mun meðal annars; segja frá því þegar börn á leiksskólanum sungu á arabísku fyrir sýrlenskan nýnema. Allir hjartanlega velkomnir.