Kór Southwark dómkirkjunnar í Lundúnum

Boys-and-men-DOS_240411_1811-500x333

Kór Southwark dómkirkjunnar í Lundúnum syngur á tónleikum fimmtudaginn 28. maí n.k. kl. 20:00-21:00 í safnaðarheimili, Kópavogskirkju Borgum (skáhalt gegnt Gerðarsafni).

Enginn aðgangseyrir, allir velkomnir.

Birting

Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn sem unnin eru út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar. Sýningunni er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um staði á borð við söfn og kirkjur og þær athafnir sem þessum stöðum fylgja. Hvort sem um er að ræða formlegar, lágstemmdar eða hátíðlegar framsetningar hafa þær skýr áhrif á skynjun og upplifun áhorfendans.

Taktföst form og litasamsetningin einkenna gluggainnsetningu Gerðar í Kópavogskirkju og mynda einskonar helgirými flæðandi forms óháð beinum trúarlegum vísunum, en er fremur ætlað að snerta áhorfandann með altækum og tilfinningalegum hætti. „Kirkjuleg“ eða „trúarleg“ þemu munu á sama hátt víkja fyrir víðtækari áherslum þar sem dregnir eru fram sammannlegir, andlegir, fyrirbærafræðilegir eða dulspekilegir þættir í verkum listamanna samtímans.

Listamenn auk Gerðar Helgadóttur (1928-1974) eru Guðrún Kristjánsdóttir (f. 1950), Erla Þórarinsdóttir (f. 1955), Guðrún Benónýsdóttir (f. 1969), Hekla Dögg Jónsdóttir (f. 1969), Dodda Maggý (f. 1981), Lilja Birgisdóttir (f. 1983), Katrín Agnes Klar (f. 1985) og Ingibjörg Sigurjónsdóttir (f. 1985). Sýningarstjóri er Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.

Verk Gerðar Helgadóttur eru einnig sýnd í Safnaðarheimili Kópavogskirkju þ.m.t. tillögur hennar fyrir altaristöflu í Kópavogskirkju.

Sýningin er hluti af dagskrá 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015 og hlýtur stuðning frá 100 ára kosningarétti kvenna.

//
Illumination

Illumination is an exhibition of works by contemporary Icelandic artists inspired by stained-glass windows by Gerður Helgadóttir (1928-1975) in Skálholt Cathedral, Kópavogur Church, and elsewhere. The exhibition aims to consider places such as museums and churches, and the rituals that take place there: whether formal, casual or solemn, they clearly influence the perception and experience of the observer/participant. Gerður‘s window designs for Kópavogur Church are characterised by rhythmic forms and a colour palette which create a “shrine“ of flowing shapes without any overt religious symbolism – the aim is more to touch the observer at a universal, emotional level. “Ecclesiastical” or “religious” themes will, by the same token, give way to broader approaches, bringing out the universal human, spiritual, phenomenological or mystical character of the works of contemporary artists.

Participating artists, in addition to Gerður Helgadóttir (1928-1974): Guðrún Kristjánsdóttir (b. 1950), Erla Þórarinsdóttir (b. 1955), Guðrún Benónýsdóttir (b. 1969), Hekla Dögg Jónsdóttir (b. 1969), Dodda Maggý (b. 1981), Lilja Birgisdóttir (b. 1983), Katrin Agnes Klar (b. 1985) and Ingibjörg Sigurjónsdóttir (b. 1985).

Curator Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.

Works by Gerður Helgadóttir exhibited at the Kopavogur Church Congregation Hall.
The exhibition is part of the 29th Reykjavík Arts Festival 2015.

Guðsþjónusta 17. maí, kl.11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 17. maí kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Peter Máté.

Guðsþjónusta á Uppstigningardegi

Á Uppstigningardegi 14. maí kl.14:00 verður guðsþjónusta í Kópavogskirkju á degi aldraðra í Þjóðkirkjunni. Sr. Sveinn Valgeirsson, prestur í Dómkirkjunni prédikar og sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur Kópavogskirkju þjónar fyrir altari.

Félagar úr karlakórnum Mosfellsbræður og kvennasönghópurinn “Boudoair” syngja. Kórstjórar eru: Julian Hewlett og Kristín Sigurðardóttir.

Á eftir guðsþjónustu býður sóknarnefnd Kársnessóknar upp á kaffi og með því í safnaðarheimili, Kópavogskirkju “Borgum”. Ofangreindir kórar taka þá einnig lagið.

Allir hjartanlega velkomnir.

Helgihaldið í sumar í Kópavogskirkju

Guðsþjónustu- og messuskrá í Kópavogskirkju, sumarið 2015

10. maí, kl.11:00 Tónlistarmessa Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt djákna Aðalsafnaðarfundur eftir messu

14. maí, kl.14:00 Guðsþjónusta Uppstigningardagur. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar Dagur eldri borgara í Þjóðkirkjunni

17. maí, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari

24. maí, kl.11:00 Hátíðarguðsþjónusta Hvítasunnudagur. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson

31. maí, kl.11:00 Guðsþjónusta Þátttakendur frá “Ormadögum” taka þátt

7. júní, kl.11:00 Messa Sjómannadagurinn.

14. júní, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari

21. júní, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari

28. júní, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari

5. júlí, kl. 11:00 Guðsþjónusta Sr. Sigfús Kristjánsson, prédikar og þjónar fyrir altari

12. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr. Sr. Guðni Már Harðarson,prédikar og þjónar fyrir altari

19. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr. Magnús Börn Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari

26. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr. Guðmundur K. Brynjarsson, prédikar og þjónar fyrir altari Þorvaldur Halldórsson annast tónlist

2. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr. Sr. Magnús Björn Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari

9. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr.Sveinn Alfreðsson, prédikar og þjónar fyrir altari

16. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari

23. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari

30. ágúst, kl.11:00 Messa Fermingarbörn, vorið 2016 og foreldrar þeirra sérstaklega boðaðir. Fundur á eftir um ferms.

Guðsþjónusta 10. maí og aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 10. maí n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttir, djákna. Kór Kópavogskirkju syngur. Á eftir guðsþjónustu verður aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar í safnaðarheimilinu Borgum.

Allir velkomnir.

Mál dagsins 5. maí n.k.

Mál dagsins hefst klukkan 14:30 fimmta maí n.k. Samsöng stjórnar Friðrik Kristinsson. Klukkan 15:10 heldur Gunnar Örn Arnarson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni um störf sín. Kaffi er drukkið kl.15:30 og stundinni lýkur með stuttri helgistund kl. 16:00.

Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 3. maí n.k.

Guðsþjónusta með óhefðbundu sniði verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 3. maí, klukkan 11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, hérðastprestur prédikar og þjónar fyrir altari. “Gosukórinn” syngur undir stjórn Lindu Cardrew. Nemendur úr Gítarstofu Steingríms flytja tónlist.

Óskilamunir

Þó nokkuð af fatnaði hefur safnast upp undanfarin ár. Meðfylgjandi myndir voru teknar af munum á uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfsins 26. apríl sl.

Um miðjan maímánuð verður munum, sem ekki er búið að vitja, komið til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Skrifstofa Kópavogskirkju, sem staðsett er í safnaðarheimilinu Borgum er opin virka daga á milli 09:00-13:00.

skilamunir-2-e1430141997736-373x500 skilamunir-e1430142069415-373x500

Uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfsins

Uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfsins var haldin sunnudaginn 26. apríl s.l.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri.

26.-apríl-1-500x500 26.-apríl-4-e1430141746799-500x373