Birting

Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn sem unnin eru út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar. Sýningunni er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um staði á borð við söfn og kirkjur og þær athafnir sem þessum stöðum fylgja. Hvort sem um er að ræða formlegar, lágstemmdar eða hátíðlegar framsetningar hafa þær skýr áhrif á skynjun og upplifun áhorfendans.

Taktföst form og litasamsetningin einkenna gluggainnsetningu Gerðar í Kópavogskirkju og mynda einskonar helgirými flæðandi forms óháð beinum trúarlegum vísunum, en er fremur ætlað að snerta áhorfandann með altækum og tilfinningalegum hætti. „Kirkjuleg“ eða „trúarleg“ þemu munu á sama hátt víkja fyrir víðtækari áherslum þar sem dregnir eru fram sammannlegir, andlegir, fyrirbærafræðilegir eða dulspekilegir þættir í verkum listamanna samtímans.

Listamenn auk Gerðar Helgadóttur (1928-1974) eru Guðrún Kristjánsdóttir (f. 1950), Erla Þórarinsdóttir (f. 1955), Guðrún Benónýsdóttir (f. 1969), Hekla Dögg Jónsdóttir (f. 1969), Dodda Maggý (f. 1981), Lilja Birgisdóttir (f. 1983), Katrín Agnes Klar (f. 1985) og Ingibjörg Sigurjónsdóttir (f. 1985). Sýningarstjóri er Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.

Verk Gerðar Helgadóttur eru einnig sýnd í Safnaðarheimili Kópavogskirkju þ.m.t. tillögur hennar fyrir altaristöflu í Kópavogskirkju.

Sýningin er hluti af dagskrá 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015 og hlýtur stuðning frá 100 ára kosningarétti kvenna.

//
Illumination

Illumination is an exhibition of works by contemporary Icelandic artists inspired by stained-glass windows by Gerður Helgadóttir (1928-1975) in Skálholt Cathedral, Kópavogur Church, and elsewhere. The exhibition aims to consider places such as museums and churches, and the rituals that take place there: whether formal, casual or solemn, they clearly influence the perception and experience of the observer/participant. Gerður‘s window designs for Kópavogur Church are characterised by rhythmic forms and a colour palette which create a “shrine“ of flowing shapes without any overt religious symbolism – the aim is more to touch the observer at a universal, emotional level. “Ecclesiastical” or “religious” themes will, by the same token, give way to broader approaches, bringing out the universal human, spiritual, phenomenological or mystical character of the works of contemporary artists.

Participating artists, in addition to Gerður Helgadóttir (1928-1974): Guðrún Kristjánsdóttir (b. 1950), Erla Þórarinsdóttir (b. 1955), Guðrún Benónýsdóttir (b. 1969), Hekla Dögg Jónsdóttir (b. 1969), Dodda Maggý (b. 1981), Lilja Birgisdóttir (b. 1983), Katrin Agnes Klar (b. 1985) and Ingibjörg Sigurjónsdóttir (b. 1985).

Curator Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.

Works by Gerður Helgadóttir exhibited at the Kopavogur Church Congregation Hall.
The exhibition is part of the 29th Reykjavík Arts Festival 2015.