Mál dagsins 5. maí n.k.

Mál dagsins hefst klukkan 14:30 fimmta maí n.k. Samsöng stjórnar Friðrik Kristinsson. Klukkan 15:10 heldur Gunnar Örn Arnarson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni um störf sín. Kaffi er drukkið kl.15:30 og stundinni lýkur með stuttri helgistund kl. 16:00.

Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 3. maí n.k.

Guðsþjónusta með óhefðbundu sniði verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 3. maí, klukkan 11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, hérðastprestur prédikar og þjónar fyrir altari. “Gosukórinn” syngur undir stjórn Lindu Cardrew. Nemendur úr Gítarstofu Steingríms flytja tónlist.

Óskilamunir

Þó nokkuð af fatnaði hefur safnast upp undanfarin ár. Meðfylgjandi myndir voru teknar af munum á uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfsins 26. apríl sl.

Um miðjan maímánuð verður munum, sem ekki er búið að vitja, komið til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Skrifstofa Kópavogskirkju, sem staðsett er í safnaðarheimilinu Borgum er opin virka daga á milli 09:00-13:00.

skilamunir-2-e1430141997736-373x500 skilamunir-e1430142069415-373x500

Uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfsins

Uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfsins var haldin sunnudaginn 26. apríl s.l.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri.

26.-apríl-1-500x500 26.-apríl-4-e1430141746799-500x373

Starf fyrir 1.-4. bekk og Sunnudagaskólinn

Starfið hefst aftur í september n.k.

Guðsþjónusta 4. maí n.k.

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 3. maí, klukkan 11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, hérðastprestur prédikar og þjónar fyrir altari. “Gosukórinn” syngur undir stjórn Lindu Cardrew. Nemendur úr Gítarstofu Steingríms flytja tónlist.

Mál dagsins 28. apríl n.k.

Næsta “Mál dagsins” verður þriðjudaginn 28. apríl n.k. kl. 14:30-16:00. Stundin hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 flytur Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur erindi um “Hjartaheilsu”. Um kl. 15:30 er drukkið kaffi. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn.

Óskilamunir

Í vetur hefur töluvert af óskilamunum orðið eftir í safnaðarheimilinu Borgum og Kópavogskirkju. Eftir uppskeruhátíð barnastarfsins sunnudaginn 26. apríl n.k. verður hægt að nálgast þá í safnaðarheimilinu.

Við hvetjum alla sem hafa sótt starfið hjá okkur og sakna einhvers að kíkja í safnaðarheimilið. Það sem ekki verður sótt verður gefið til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Uppskeruhátíð barnastarfsins 26. apríl n.k.

Uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfs Kópavogskirkju verður sunnudaginn 26. apríl n.k. í Kópavogskirkju kl.11:00. Eftir barna- og fjölskylduguðsþjónustu í kirkjunni verða hoppukastalar við eða í (fer eftir veðri) safnaðarheimilinu Borgum. Boðið verður upp á pylsur og djús.

Allir hjartanlega velkomnir.

Fermingar 2016 í Kópavogskirkju

Síðsumarsfermingarnámskeið verður 17. til 21. ágúst, 2015 frá kl. 9:30-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Messa 30. ágúst og fundur með foreldrum eftir messu.

Fermingarnámskeið í Vatnaskógi miðvikudaginn 7. október, 2015.

Vetrarfermingarfræðsla (þau sem eru ekki í síðsumarfermingarfræðslunni):

Tímar í september, 7, 14, 21, 28, 2015
Tímar í október, 5, 12, 19, 26, 2015
Tímar í nóvember, 2, 9, 16, 23 og 30 ,2015
Tíamr í desember, 14, 2015
Tímar í janúar, 18, 25, 2016
Tímar í febrúar, 1, 8, 15, 22, 29, 2016
Tímar í mars, 7, (próf) ,2016

Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp):

28. september, 26. október, 30. nóvember og 14. desember, 2015.
25, janúar, 29. febrúar og 7. mars, 2016.

Kennt er frá kl. 16:00-16:40

Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 11:00 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum. Það yrði auglýst síðar.

Í haust förum við í Vatnaskóg og dveljum þar í einn dag. Farið verður í Vatnaskóg miðvikudaginn 7. október kl. 8:00 frá Kópavogskirkju og komið til baka að Kópavogskirkju eftir kvöldmat í Vantaskógi.

Bækurnar sem eru notaðar heita: Con Dios og Kirkjulykill (fást í bókabúðum og Kirkjuhúsinu á Laugarvegi).

Einnig getið þið samið við fermingarbörn frá því á síðasta ári um not eða kaup á bókinni. Mikilvægt er að eignast bókina strax, svo við getum verið samferða í tímunum. Einnig skal hafa með sér í alla tíma A4 verkefnabók.

Messur í vetur!

Fermingarbörnin eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er. Messur og guðsþjónustur eru á sunnudögum kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sunnudagaskólinn hefst að öllu jöfnu í kirkjunni nema annað sé auglýst á heimasíðu Kópavogskirkju.

Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni. Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu. Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum.

Í messunum og guðsþjónustunum er beðið um að fermingarbörn taki tillit til annarra kirkjugesta og hafa í huga að þau eru á helgum stað. Beðið eru um að farsímar séu ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur, það sé slökkt á þeim.

Næsta vetur verða tveir fundir með foreldrum fermingarbarna.

Fyrri fundurinn verður sunnudaginn 30. ágúst, 215 eftir messu kl. 11:00.

Seinni fundurinn verður eftir messu kl.11:00 sunnudaginn 31. janúar, 2016 og þá verður rætt um fermingarathöfnina og framkvæmd hennar. Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.

Fermingardagar 2016 verða sem hér segir:

Pálmasunnudagur 20. mars
kl. 11:00

Skírdagur 24. mars, 2016
Kl. 11:00

Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár. Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.

Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju:

Pálmasunnudag 20. mars, kl. 11:00, þá verður æft 18. og 19. mars kl. 16:00-17:00.

Skírdag 24. mars, kl.11:00, þá verður æft 21. og 22. mars, kl. 16:00-17:00.

Kópavogskirkja á heimasíðu:
www.kopavogskirkja.is
Þar leitumst við að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.

VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM (kopavogskirkja@kirkjan.is). MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA.