Fermingarfræðsla, guðsþjónusta 21. ágúst kl.11:00 og fundur

Kópavogskirkju 17. Ágúst, 2022

Sæl verið þið öll

Foreldrar og forráðamenn fermingarbarna sem ætla að fermast vorið 2023. Hér eru nokkrar upplýsingar um fermingarstarfið framundan:

Síðsumarsfermingarnámskeið:

Mörg barnanna hafa valið sér að sitja síðsumarsfermingarnámskeiðið.  Það verður 18. 19. og 22. ágúst. Mæting er á morgun, fimmtudag kl. 9.15 í Kópavogskirkju. Nánari upplýsingar um dagskrá fylgja í viðhengi.

Vetrarfermingarfræðslunámskeiðið:

Upphaf og tímasetningar vetrarfermingarfræðslunnar verða tilkynntar síðar.  Það námskeið er vikulega, styttra í senn:

Guðsþjónusta og fundur

Öllum fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra er boðið til guðsjónustu í Kópavogskirkju sunnudaginn 21. ágúst n.k. kl. 11.00. Eftir guðsþjónustuna verður síðan fundur í kirkjunni þar sem fermingarbörn og foreldrar fá upplýsingar um fræðsluna og fermingarnar.

Við í Kópavogskirkju erum orðin spennt að taka á móti ykkur öllum í kirkjunni.

Sr. Grétar Halldór Gunnarsson hefur störf í Kársnesprestakalli

Sr. Grétar Halldór Gunnarsson hóf 15. ágúst síðastliðinn störf, sem prestur í Kársnesprestakalli við hlið sr. Sigurðar Arnarsonar, sóknarprests. Meðfylgjandi myndir voru teknar 15.ágúst þegar sr. Grétar Halldór hitti samstarfsfólk sitt í Kársnessöfnuði þau: Ástu Ágústsdóttur, djákna, Lenku Mátéová, kantor og Hannes Sigurgeirsson, kirkjuvörð og sr. Sigurð. Við bjóðum sr. Grétar Halldór hjartanlega velkomin til starfa.

Síðssumarsfermingarfræðsla og fermingar vorið 2023

Síðsumarnámskeið verður 18,19 og 22. ágúst, 2022 frá kl. 9:15-13:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Messur verða 21. ágúst 2022 og 29. janúar 2023 kl.11:00 í Kópavogskirkju og fundur með foreldrum eftir messu.
Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.

Í haust förum við í Vatnaskóg og dveljum þar í einn dag. Farið verður í Vatnaskóg og komið til baka að Kópavogskirkju eftir kvöldmat í Vatnaskógi (dagsetning nánar tilknnt síðar)

Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) verða 17. nóvember 2022 og 3. janúar 2023 kl.9:30-13:00 í safnaðarheimilinu Borgum.
 
Messur!
Áríðandi er að fermingarbörn sæki helgihald eins vel og unnt er og að sjálfsögðu allir velkomnir með þeim. Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni. Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu. Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum.
 
Kópavogskirkja á heimasíðu:
www.kopavogskirkja.is Þar leitumst við að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.
.
Krafa kemur í heimabanka annars forsjársaðila í ágúst, 2022 (merkt fermingarfræðsla) og fyrir vetrarfermingarfræðsluna seinna í vetur.
Ef óskað er eftir að greiða gjaldið síðar vinsamlega sendið tölvupóst á netfagnið: sigurdur.arnarson@kirkjan.is

VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM
MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA. Allar upplýsingar varðand safnaðarstarfið verða birtar á www.kopavogskirkja.is

Guðsþjónusta 14.ágúst kl.11:00

Göngur lífsins – Helgistund

Messa 24. júlí kl.11:00

Bænaganga 10. júlí kl.11:00

Messa 3. júlí kl.11:00

Guðsþjónusta á Hvítasunnudag