Kirkjuhlaup í Kópavogi

Kirkjuhlaup í Kópavogi verður miðvikudaginn 14. desember n.k. kl. 17:30 frá Hjallakirkju.  Sungin verður jólasálmur og svo lagt af stað.  Hlaupið er í samvinnu við Þríkó hópinn í Breiðabliki.  Boðið er upp á 7 km eða 11 km leið á milli kirkna og kapella í Kópavogi.  Að loknu hlaupi er boðið upp á hlaupavænar veitingar í Hjallakirkju.  Ekkert þátttökugjald og allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 13. desember

Mál dagsins þann 13. desember hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:10 munu prestarnir Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson segja frá nýútgefnum bókum sínum.  Kl. 15:30 verður drukkið kaffi.  Stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00.  Næsta Mál dagsins eftir jólafrí verður svo þriðjudaginn 17. janúar.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 6. desember

Mál dagsins hefst þriðjudaginn 6. desember n.k. kl.14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:10 flytur Pétur Einarsson fyrirlestur um heimildarmyndina „Rannsaked“ og svarar fyrirspurnum.  Um kl.15:30 er drukkið kaffi.  Stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Jólaball

Meðfylgjandi myndir voru teknar á jólaballi Kársnessafnaðar 4. desember.img_4137 img_4128 img_4122

Aðventutónleikar Kórs Kópavogskirkju

„Kom engill til mín“.  Miðvikudagur 7. desember kl. 20:00-21:00.Aðventutónleikar Kórs Kópavogskirkju í safnaðarheimilinu Borgum. Fjölbreytt hátíðleg og hlýleg aðventu- og jólalög flutt.  Stjórnandi Lenka Mátéová.  Meðleikari Peter Máté. Engin aðgangseyrir og boðið upp á heitt kakó og smákökur eftir tónleika.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og jólaball

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 4. desember n.k. og hefst kl. 11:00.  Sungið verður meðal annars;  „Kærleikslagið“ úr sunnudagasmiðju.  Skólakár Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.  Á eftir verður jólaball í safnaðarheimilinu Borgum.  Dansað kringum jólatré og von er á rauðklæddum gestum.  Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.Jolaball-2015-Jolasveinn

Æskulýðsfundir

Æskulýðsfundir eru á fimmtudagskvöldum í safnaðarheimilinu Borgum kl. 20:00.  Fundirnar hefjast aftur 19. janúar eftir jólafrí.  Meðfylgjandi mynd var tekin fimmtudagskvöldið 1. desember af félögum í spurningarkeppni.

Prjónahópur

Meðfylgjandi mynd var tekin 1. desember af Prjónahóp í safnaðarheimilinu Borgum.  Hópurinn hittist annan hvorn fimmtudag í safnaðarheimilinu Borgum.img_4099

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og jólaball á eftir

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 4. desember n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Uppskeruhátíð listasmiðju á sunnudögum en meðal annars verður flutt „Kærleikslagið“, sem samið var í smiðjunni. Að lokinni guðsþjónustu verður jólaball í safnaðarheimilinu Borgum. Jólasveinn mætir og gengið í kringum jólatré. Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.

1-4 bekkjarstarf á fimmtudögum

Síðasta 1-4 bekkjarstarfið fyrir jólafrí verður fimmtudaginn 1. desember n.k. 1-2 bekkur hittist kl. 14:00-15:00 og 3-4 bekkur frá kl. 15:30-16:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Starfið hefst aftur í þriðju viku janúar á næsta ári. Allir hjartanlega velkomnir.