Fermingarfræðsla framundan og gátlisti fyrir próf í fermingarfræðslu
Fermingarstarfið frá janúar til mars 2016
Æskulýðsfundir hefjast aftur 2. febrúar n.k. kl.20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum.
Vetrarfermingarfræðsla (þau sem eru ekki í síðsumarfermingarfræðslunni) Tímar í febrúar, 1,8,15,22,29 Tímar í mars, 7, (próf)
Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp): 22. febrúar og 7. mars, 2016.
Kennt er frá kl. 16:00-16:40
Mátun fermingarkyrtla verður eftir fermingarfræðslu 22. febrúar n.k.
Kyrtilgjald er 1000 kr
Fundur verður með fermingarbörnumog foreldrum eftir messu kl.11:00 sunnudaginn 31. janúar, 2016 og þá verður rætt um fermingarathöfnina og framkvæmd hennar.
Fermingardagar 2016 verða sem hér segir:
Pálmasunnudagur 20. mars kl. 11:00
Skírdagur 24. mars, 2016 Kl. 11:00 Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.
Æfingar fyrir fermingar eru í Kópavogskirkju (miklvægt að allir séu á æfingum):
Pálmasunnudag 20. mars, kl. 11:00, þá verður æft 17. og 18. mars kl. 16:00-17:00.
Skírdag 24. mars, kl.11:00, þá verður æft 21. og 22. mars, kl. 16:00-17:00.
Kópavogskirkja á heimasíðu:
www.kopavogskirkja.is
Þar leitumst við að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.
VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM (kopavogskirkja@kirkjan.is)
MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA
Gátlisti fyrir próf í fermingarfræðslu í Kársnessókn, 7. mars, 2016
Til prófs er efni úr bókunum: „Con Dios“ og Kirkjulykilinn.
Spurningar úr „Con Dios“
- Hver er „Gullna reglan um vináttuna“?
 - Hverjir voru lærisveinar Jesú Krists og hvert var þeirra hlutverk?
 - Lærið utanað tilvitnanir í Jesú (sjá bls. 24-25 í Con Dios)?
 - Hvernigi getum við hjálpað öðrum?
 - Hvað gerðist í lífi Jesú Krists, á skírdegi, föstudeginum langa, páskadegi og á uppstigningardegi?
 - Hvað fjallar Biblían um?
 - Hvað skiptist Biblían í marga hluta, hvað er hún margar bækur og hver eru guðspjöllin?
 - Læra boðorðin 10 utan að og geta útskýrt meiningu þeirra.
 - Hvað þýðir orðið fasta?
 - Hvert er „Tvöfalda kærleiksboðorðið“?
 - Kunna „Faðir vor“.
 - Hvað getur þú sagt við Guð?
 - Hvað er skírn?
 - Hvað er ferming?
 - Kunna trúarjátninguna.
 - Hvað snýst fyrirgefning um?
 - Hvað er trú?
 - Lesa vel bls. 94 og kunna
 
Spurningar úr „Kirkjulyklinum
- Hvað eru skakramennti og hver eru þau?
 - Hvað þýðir orðið amen?
 - Hverjir eru litir kirkjuársins (sjá opnuna í „Kirkjulykilinum“)?
 



