Dagskrá í dymbilviku og á páskum

18. apríl, Skírdagur, kl.11:00 Fermingarmessa. Sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, þjóna.
18. apríl, Skírdagur, kl.13:15 Helgistund á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
19. apríl, Föstudagurinn langi, kl. 11:00. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari.
21. apríl, Páskadagurin, kl.08:00. Hátíðarguðsþjónusta. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Á eftir guðsþjónustu býður sóknarnefnd í morgunnverð í safnaðarheimilinu Borgum og annast kórfélagar morgunnverðinn. Klukkan 09:45 verður lagt af stað í gönguferð um Hraunbraut og nágrenni undir forystu Frímanns Inga Helgasonar og félaga úr Sögufélagi Kópavogs. Allir hjartanlega velkomnir.