Áramótaguðsþjónusta verður á vegum Eldriborgararáðs

Áramótaguðsþjónusta Eldriborgararáðs verður haldin í Langholtskirkju sunnudaginn 13. janúar kl. 11:00.

Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna

Söngfélagið Góðir grannar syngur undir stjórn Egils Gunnarssonar.  Organisti Kristján Hrannar Pálsson.  Eftir guðsþjónustuna býður Langholtssöfnuður og Eldriborgararáð kirkjugestum upp á veitingar. Allir eru innilega velkomnir og takið með ykkur gesti

Guðsþjónustan er samstarfsverkefni

Eldriborgararáðs og Langholtskirkju.