Allra heilagra messa


Sunnudaginn 6. nóvember n.k. verður guðsþjónusta á “Allra heilagra messu” í Kópavogskirkju kl. 11:00. Þann dag er ávallt haldið upp á minningu þeirra sem eru látin.
Við munum minnast með nafni þeirra sem við höfum þurft að kveðja síðastliðið ár og kveikja á kerti til minningar um öll þau sem sem prestar Kópavogskirkju hafa jarðsungið á tímabilinu. Er aðstandendum þeirra boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar.
Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Flutt verður tónlist í kirkjunni frá kl. 10:30 og þá gefst kostur að tendra á sínu eigin bænaljósi við altari.
Börn geta sótt sunnudagaskóla sem hefst kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.
Eftir guðsþjónustu verður stuttur fyrirlestur í safnaðarheimilinu Borgum um “sorg og sorgarviðbrögð”.
Allir eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.