Barna & fjölskylduguðsþjónusta: Uppskeruhátíð barnastarfsins 16/04/23

Fjölskylduguðsþjónusta, uppskeruhátíð barnastarfs, fermingarbörn næsta árs, hoppukastalar & pylsur! Á sunnudaginn kemur, þann 16.  apríl verður barna og fjölskylduguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00. Sunnudagaskólinn og skólakórar Kársnessskóla leiða saman hesta sína.  Fermingarbörnum næsta árs (2024) og foreldrum þeirra hefur verið sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar og verður upplýsingarfundur fyrir þau í lok guðsþjónustunnar. Eftir guðsþjónustuna verður síðan fagnað með grilluðum pylsum, hoppukastölum og gleði.