Kærleikssmiðjan

– Skapandi listasmiðja fyrir börn á öllum aldri – 

Á sunnudögum klukkan 11.00 verður Kærleikssmiðja ætluð börnum á öllum aldri í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum.

Kærleikssmiðjan er listasmiðja þar sem unnið verður með marvísleg listform; leiklist, tónlist, ljósmyndun og skúlptúragerð.

Börnin eru í aðalhlutverki í Kærleikssmiðjunni og fá að stjórna ferð í listsköpuninni en unnið verður með dæmisöguna Miskunnsami Samverjinn í öllum tímum á margvíslegan hátt.

Auðvitað kostar Kærleikssmiðjan ekki nokkurn skapaðan hlut en tímarnir reyna á skapandi hugsun, samvinnu og ímyndunaraflið.

Í lok annar, 23. apríl, verður haldin glæsileg uppskeruhátíð Kærleikssmiðjunnar í fjölskyldumessu í Kópavogskirkju þar sem mamma, pabbi, afi, amma, frænkur, frændur og allir hinir geta séð afrakstur smiðjunnar og þannig skyggnst inn í frjóan huga barnanna.

Þannig að ef þið eruð að leita að einhverju skemmtilegu að gera fyrir börnin á sunnudögum er safnaðarheimilið rétti staðurinn.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Facebook-síða Kærleikssmiðjunnar.

Dagskrá vetur/vor 2017