Mozart við kertaljós

Kópavogskirkju, laugardagskvöldið 20. desember kl. 21: 

Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin.  Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í tuttugu og tvö ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava  Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Haldórsson, sellóleikari. Á dagskránni eru tvær af perlum Mozarts “Eine kleine Nachtmusik” Kv. 525 og Klarinettukvintettinn K. 581.

IMG_9826-150x150

Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,”Í dag er glatt í döprum hjörtum.”

Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr.2500 og kr.1500 fyrir nemendur og eldri borgara og frítt inn fyrir börn. Miðasala við innganginn.