Opið hús hjá Birtu – Landssamtökum

Birta – Landssamtök standa fyrir opnu húsi þriðjudaginn 16. desember kl 20:00 í Grafarvogskirkju.

Gestir kvöldsins verða tveir, en það eru þær:

  • Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur, sem mun fjalla um streitu aðstandenda í kjölfar skyndidauða. Margrét    starfar nú um stundir sem sjálfstæður meðferðaraðili  en hún hefur langa reynslu af störfum í nálægð dauðans, m.a. við áfallamiðstöð Landspítalans.
  • Guðrún Karls Helgudóttir prestur í Grafarvogskirkju, sem mun vera með jólahugleiðingu þar sem hún ræðir um sorg og jól.

Samveran er öllum opin og þeim að kostnaðarlausu.