Æskulýðsfundir

Æskulýðsstarf

Starfið er ætlað unglingum.  Fundir eru vikulega á fimmtudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu “Borgum”.  Félagar úr starfinu munu ganga í hús í sókninni frá kl. 18:00-20:00 þriðjudaginn 29. október og safna fé fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar.  Einnig munu þau taka þátt í verkefninu “Jól í skókassa”. Þrjár fermingarfræðslur verða á æskulýðsfundunum fram að fermingum í vor og foreldrar og forráðafólk tekur þá einnig þátt.  Fjallað verður þá um: “Ég á bara eitt líf” , “ábyrgð og að setja mörk” og “sorg og sorgarviðbrögð.