Æskulýðsdagurinn 1. mars, 2015

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11:00. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni.  Allir hjartanlega velkomnir.

Kl. 13.30 verður sýnt leikritið “Upp, upp” um æsku Hallgríms Péturssonar af Stoppleikhópnum í Digraneskirkju og allir hjartanlega velkomnir.

Kirkjustarf fyrir 1.-4. bekk fellur niður miðvikudaginn 25. febrúar vegna slæmrar veðurspár

Starf fyrir 1.-4. bekk á Öskudag

Miðvikudaginn 18. febrúar fellur niður starf fyrir 1.-4. bekk vegna Öskudags.

Guðsþjónusta á nokkrum tungumálum

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju n.k. sunnudag 15. febrúar kl. 11:00. Prestur innflytjenda sr. Toshiki Toma mun prédika og sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari.

Beðið verður á nokkrum mismunandi tungumálum og ritningarlestrar lesnir á nokkrum tungumálum. Kór Kópavogskirkju mun syngja undir stjórn Lenku Mátéová.

Sunnudagskólinn hefst að venju í kirkjunni kl. 11:00 en flytur síðan í safnaðarheimilið Borgir.

Mál dagsins 10. febrúar n.k.

Mál dagsins hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 flytur Pétur Eggertz leikari erindi um leikssýningu um Jón Steingrímsson. Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Allir hjartanlega velkomnir.