Vegna ferminga síðar í mánuðinum og æskulýðsstarf fyrir 9. bekk

Fermingarfræðsla verður næstkomandi laugardag, 12. september frá kl. 10:30-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum fyrir þau, sem fermast 20 og 27. september n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Á sama tíma og stað munu fermingarbörnin máta aftur fermingarkyrtla.  Námsefni síðasta vetrar verður rifjað upp. Þeim, sem eiga eftir að skila ritningarorðum verður sendur tölvupóstur fljótlega.

Fermingaræfingar verða:

Fyrir þau, sem fermast 20. september kl. 11:00 verður æft í Kópavogskirkju fimmtudaginn 17. september kl. 16:15-17:00 og föstudaginn 18. september kl. 16:15-17:00.  

 Fyrir þau, sem fermast 27. september kl. 11:00 verður æft í Kópavogskirkju fimmtudaginn 24. september kl. 16:15:-17:00 og föstudaginn 25. September kl. 16:15-17:00.

Nauðsynlegt er að allir mæti æfingarnar.

Fermingarbörnin skulu mæta 30 mínútum fyrir fermingarathafnirnar. Vakin er athygli á því að steint gler Gerðar Helgadóttur í kirkjunni (norður og austurhlið) er nú í viðgerð í Þýskalandi og einnig er verið að gera við ytra byrði glugganna á þessum hliðum.  Þessum viðgerðum átti að vera lokið fyrir fermingarnar nú en þær töfðust vegna Covid 19.

Í vetur verða æskulýðsfundir fyrir unglinga í 9. bekk á fimmtudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum.  Æskulýðsfundir fyrir unglinga í 8. bekk verða einnig á fimmtudagskvöldum en frá kl. 18:30-20:00 einnig í safnaðarheimilinu.

Unglingastarf – 9. bekkur – Dagskrá

10. sept:       Hópleikir

17. sept:       Orrusta

24. sept:       Útileikir

1. okt:                      Pac-man

8. okt:                       Gaga-ball

15. okt:         Brjóstsykursgerð

22. okt:         Kemur í ljós

29. okt:         Jól í skókassa

5. nov:          Hjálparstarf kirkjunnar og Pizza

12. nov:        Spikeball

19. nov:        Bíó

26. nov:        Kemur í ljós

3. des:           Sleðar

10. des:         Jólafundur