Tónleikar dómkórsins í Southwark í Lundúnum

Kór dómkirkjunnar í Soutwark í Lundúnum (einum þriggja dómkirkna þar) mun halda tónleika fimmtudaginn 28. maí n.k. klukkan 20:00-21:00 í safnaðarheimili, Kóparvogskirkju, Borgum og í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 30. maí klukkan. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Kórinn hefur verið skipaður drengja- og karlaröddum í mörg ár. Nemendur úr ríkis- og einkaskólum geta sótt nám í kórsöng og sungið í kórnum. Árið 2000 var stofnaður stúlknakór við kirkjuna, markmið þess kórs eins og drengjakórsins að styðja og styrkja söng í dómkirkjunni og að bjóða stúlkum og drengjum jöfn tækifæri á að þroskast í tónlist, andlega og félagslega. Kórarnir syngja reglulega við guðsþjónustur og messur í kirkjunni.

Stúlkna- og drengjakórinn tóku árið 2002 þátt í flutningi Mattheusar Passíunar eftir J.S. Bach undir stjórn Trevor Pinnock. Nýlega sungu kórarnir í Requiem eftir Peter Sculthorp og hlutu lofsamlega dóma meðal annars í The Times. Í desember síðastliðinum tóku 12 stúlkur úr 12 drengir í kórnum þátt í aðventutónleikum tónskáldsins John Rutters í Royal Albert Hall í Lundúnum. Sungu þau verk eftir Britten, Reger og Rutter ásamt hinum þekkta Bachkór.

Kórarnir í Southwark hafa meðal annars farið í tónleikaferðir til Bandaríkjanna, Noregs, Frakklands, Swiss, Austurríkis og Hollands. Peter Wright, stjórnandi kórsins, segir það sérstakt tilhlökkunarefni kórfélaga að koma í fyrsta skipti í tónleikaferð til Íslands.

Fyrir nokkrum árum síðan var vígður í kirkjunni steindur gluggi eftir Leif Breiðfjörð. Vígsla gluggans var hluti af sextíu ára valdaafmæli Elísabetar II Bretadrottningar.