„Mál dagsins“ 20 ára

„Mál dagsins“ verður á sínum stað, þriðjudaginn 7. nóvember kl. 14.30-16.00 í safnaðarheimilinu Borgum. En vegna þess að „Mál dagsins“ er 20 ára um þessar mundir þá verður afmælisgleði þema dagsins.  við fáum góða heimsókn vina úr sambærilegu starfi í Grafarvogskirkju. Saman syngjum við, njótum tónlistar, erinda, félagsskapar og góðs matar. Og að sjálfsögðu afmælistertu!