Helgardvöl fyrir börn og unglinga sem misst hafa ástvin vegna andláts.

Helgardvöl fyrir börn og unglinga sem misst hafa ástvin
Dagana 20.-22. apríl verður boðið upp á helgardvöl í Vindáshlíð fyrir börn og unglinga sem misst hafa náin ástvin. Dagskráin miðast við annars vegar 10-12 ára og hins vegar 13-15 ára, en sameiginlegar stundir með hópunum eru á kvöldin og á sunnudeginum.
Þátttökugjöldum er stillt í hóf og aðeins 5.000.- kr. fyrir barn, en mælst að söfnuðir mæti fólki ef fjárhagur hamli þátttöku. Verkefnið er samstarfsverkefni Vídlínskirkju, Kjalarnessprófastsdæmis og samtakanna Ljónshjarta.
Samveran er að erlendri fyrirmynd og markmiðið er m.a. að gefa unga fólki tækifæri til þess að koma sama með öðrum sem þekkja aðstæður þess og búa að sömu reynslu og njóta samverustunda í umhverfi trausts og öryggis þar sem það fær tækifæri til að ræða reynslu sína. Hér er tekið mikilvægt skref að skapa vettvang til úrvinnslu til framtíðar fyrir börn og unglinga á Íslandi sem hafa orðið fyrir sorg og áföllum.
Börn og unglingar sem hafa áhuga á taka þátt er boðið til samverustundar í Vídalínskirkju fimmtudaginn 12. apríl.
Við hvetjum presta til að kynna dvölina fyrir fjölskyldum barna og unglinga sem gætuð notið góðs af þessu.
Skráning og nánari upplýsingar veitir Jóna Hrönn á jonahronn@gardasokn.is.
Dagskrá er meðfylgjandi.

Dagskrá helgardvalar fyrir börn og unglinga
Samvera fimmtudaginn 12.apríl í Vídalínskirkju fyrir þau börn og unglinga sem hafa áhuga á að fara í Vindáshlíð helgina 20-22 apríl. Samhristingur og borðað saman.
Dagskrá helgina 20-22 apríl í Vindáshlíð
Föstudagur 20.apríl
16:00 Lagt af stað í rútu frá Vídalínskirkju í Garðabæ 17:00 Samhristingur 18:30 Kvöldmatur 20:00 Kvöldvaka við arininn
21:30 Kirkja – Kvöldsaga 22:00 Ró
Laugadagur 21.apríl
9:00 Morgunverður 10:15-13:45 Hópavinna
Spjallstund Andri Bjarnason, klíniskur sálfræðingur, og Lilja Ósk Úlfarsdóttir, klíniskur sálfræðingur Streitulosandi hreyfing í íþróttahúsi – Unnur Bryndís Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari Opin listasmiðja – Ólöf Einarsdóttir, texstíllistakona og myndmenntakennari.
12:00 Hádegismatur 14:00 Ratleikur-Amacing race 15:30 Kaffi 16:00 Frjáls tími – íþróttahús opið, spjall, listasmiðja og spilahorn 17:15 Gönguferð í tveimur hópum 18:30 Kvöldmatur 19:00 Listasmiðja opin 20:00 Kvöldvaka við arininn 21:30 Kertastund í minningu látinna ástvina 22:00 Ró
Sunnudagur 22.apríl
9:00 Morgunverður 10:00 Eftirfylgd úr viðtölum/Listasmiðja 11:00 Samverustund 12:00 Matur 13:00 Lokastund með foreldrum og börnum 13:30 Brottför
Þau sem koma að undirbúningnum eru Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðabæ, Heiðrún Jensdóttir sjálfboðaliði og leiðtogi í Vídalínskirkju, Andri Bjarnason sálfræðingur hjá sálfræði- og sálgæslustofunni Haf, Lilja Ósk Úlfarsdóttir klíniskur sálfræðingur, Stefán Már Gunnlaugsson, héraðsprestur og stjórn Ljónshjarta.
Skráning og nánari upplýsingar veitir Jóna Hrönn Bolladóttir á netfanginu jonahronn@gardasokn.