Fræðslukvöld í Kópavogskirkju á þriðjudagskvöldum

Fyrsta fræðslukvöldið var 5. apríl síðastliðinn, þar sem fjallað var um Guðfræði í nútímatónilst: Nick Cave og Bob Dylan.  Áhugaverð og áheyrileg erindi fluttu þeir Kristján Ágúst Kjartansson og Henning Emil Magnússon.  Næsta fræðslukvöld verður þriðjudaginn 12. apríl n.k. kl. 20:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Þá mun dr. Sigurður Pálsson fjalla um „Milvægi trúaruppfræðslu barna- og unglinga“.  Allir hjartanlega velkomnir.