Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og uppskeruhátíð barnastarfsins

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 17. apríl n.k.  Sr. Sigurður Arnarson, Ásta Ágústsdóttir og starfsfólk sunnudagskólans leiða stundina.  Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.  Hljómsveit tekur þátt.  Eftir guðsþjónustuna verður uppskeruhátíð barnstarfsins við safnaðarheimilið Borgir.  Boðið verður upp á grillaðar pylsur og hoppukastalar verða á svæðinu.   Allir hjartanlega velkomnir.