Entries by Sigurður Arnarson

Guðsþjónusta 12. janúar kl. 11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 12. janúar n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst sama dag og á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Prédikun dr. Karls Sigurbjörnssonar í hátíðarguðsþjónustu á gamlársdag í Kópavogskirkju

Gamlárskvöld 2019 Jes. 43.1 – 3 Guðspjall: Lúkas 2. 25-32 Ég bið með orðum Dag Hammarskjöld: Guð. Fyrir allt sem var: Takk. Við öllu sem verður: JÁ. Amen       Náð sé með yður og friður frá honum sem er, var og kemur, hinum alvalda. Amen.  Í ljóðabókinni, Af ljóði ertu kominn, yrkir skáldkonan Steinunn Sigurðardóttir, og þetta hefur […]

Guðsþjónusta 12. janúar, kl.. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 12. janúar kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst aftur eftir jólafrí.

Helgihald í Kópavogskirkju um jól og áramót.

24. desember, Aðfangadagur – kl15:00.  Beðið eftir jólunum.  Fjölskylduhelgistund.  Stór hópur barna úr Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þóru Marteinsdóttur. Kl. 17.30 Lenka Mátéová, orgel, Katrin Heymann, flauta og Össur Ingi Jónsson, óbó flytja hátíðartónlist KL 18:00 Aftansöngur á Aðfangadag. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt.  25. desember. Jóladagur.  Kl. 14:00.  Hátíðarguðsþjónusta.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar […]

Guðsþjónusta 22. desember

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 22. desember kl.11:00. Sr. Sighvatur Karlsson, settur héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.

Mál dagsins 17. desember

Mál dagsins 17. desember hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10-15:30 mun Páll Baldvin Baldvinsson segja frá nýútkominni bók sinni um Síldarárin. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og kl. 16:00 lýkur stundinni með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 10. desember

Mál dagsins verður þriðjudaginn 10. desember og hefst kl. 14:30 í safnaðarheimilinu Borgum með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10 verður flutt mál dagsins. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 15. desember 2019

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnnudaginn 15. desember næstkomandi kl. 11:00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Allir hjartanlega velkomnir.

Kirkjuhlaup á aðventu í Kópavogi

Hlaupið var á milli kirkna í Kópavogi í morgunn og tóku yfir 100 manns þátt í hlaupinu. Hlaupið er samvinnuverkefni á milli Hlaupahóps Breiðabliks og Kópavogskirkju. Í upphafi var safnast saman í Kópavogskirkju og farið yfir hlaupa- og gönguleiðir en gönguhópur tók nú þátt í fyrsta sinn. Lenka Mátéová, kantor Kópavogskirkju lék á orgel kirkjunnar […]

Guðsþjónusta 8. desember kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 8. desember kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.