Kórstarf

Kór Kópavogskirkju hefur starfað undir stjórn Lenku Mátéovu frá hausti 2007.

Kórin telur 30 félaga. Skiptingin milli radda er í góðu jafnvægi og er það mjög ánægjulegt og gefandi fyrir bæði kórstjóra og kórfélaga að vinna í svo vel skipuðum hópi.Meðal kórfélaga er að finna bæði menntaða söngvara og vel þjálfada áhugamenn .

Kórinn æfir að jafnaði einu sinni í viku, á miðvikudögum frá  kl.19.30 – 22.00 frá mánaðarmótum ágúst-september og út maí ár hvert. Á þessum æfingum er ýmist allur kórinn mættur eða tímanum skipt milli radda. Þegar mikið stendur til, er bætt við æfingum á laugardögum.

Aðalstarf kórsins er að syngja við messur og guðsþjónustur og er kórnum skipt í hópa sem syngja til skiptis á sunnudögum.

Tónlistarmessur verða einnusinni á mánuði og þá er sérstök áhersla lögð á tónlistarflutning, kór kirkjunnar kynnir nýja sálma og flyttur t.a.m. stærri verk.

Reglulega syngur kórinn tvenna tónleika á ári.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá söngstjóra í GSM 864-6627 eða með tölvupósti lenkam@internet.is

Mál dagsins

Samverur eru í safnaðarheimilinu alla þriðjudaga kl. 14:30 – 16:00. Friðrik S. Kristinsson, stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur og Lenka Mátéová, kantor leiða söng.  Um 15;10 er flutt mál dagsins og lýkur þeirri umfjöllun um 15;30.  Síðan er drukkið kaffi og stutt helgistund.  Starfinu lýkur um miðjan maí og hefst aftur fyrstu vikuna í september.

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn hefst yfir veturinn á hverjum sunnudegi í safnaðarheimilinu Borgum (nema í barna- og æskulýðsguðsþjónustum, sem eru einu sinni í mánuði yfir veturinn). Umsjón með barnastarfinu hafa: Gríma Ólafsdóttir, Birkir Bjarnason, Anna Lovísa Daníelsdóttir og Jóhanna Elísa Skúladóttir.

Bæna- og kyrrðarstundir

Á  þriðjudögum  kl. 13:45er bæna- og kyrrðarstund  í kirkjunni. Þar er lögð áhersla á fyrirbæn og kyrrð og viðeigandi orgeltónlist leikin. Fyrir-bænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar á opnunartímum kirkjunnar.  Starfið er allt árið.

Eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum

Kópavogskirkja býður þeim sem eru í erfiðum aðstæðum að taka þátt í verkefni sem auðveldar þeim að komast í gegnum sorg vegna missis. Missir getur verið af ýmsu tagi, heilsubrestur, atvinnumissir, ástvinur sem deyr eða aðrir erfiðleikar sem bjáta á. Þessi þjónusta er að sjálfsögðu að kostnaðarlausu eins og öll sálgæsla kirkjunnar. Allar upplýsingar fást hjá sóknarpresti og djákna kirkjunnar.

Krakkar í 1.- 3.bekk og æskulýðsfundir

Kópavogskirkja býður upp á vandað, skemmtilegt og líflegt kirkjustarf fyrir börn í 1-3. bekk og er starfið í safnaðarheimilinu Borgum (skáhalt gengt Gerðarsafni).  Starfið hefst 20. september 2017

Starfið er á miðvikudögum  kl.15:30-17:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Boðið er upp á að sækja börnin í Dægradvöl Kársnesskóla.  Ef óskað er eftir þessu þá vinsamlega sendið tölvupósta á daegradvol@kopavogur.is og kopavogskirkja.is  Umsjón með starfinu hafa Gíma Ólafsdóttir og Birkir Bjarnason.

Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk á fimmtudagskvöldum frá 19:30-21:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Fundir hefjast 28. september 2017.  Umsjón með starfinu hafa Gríma og Mirra Ólafsdætur.