Guðsþjónusta á Uppstigningardegi

Á Uppstigningardegi 14. maí kl.14:00 verður guðsþjónusta í Kópavogskirkju á degi aldraðra í Þjóðkirkjunni. Sr. Sveinn Valgeirsson, prestur í Dómkirkjunni prédikar og sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur Kópavogskirkju þjónar fyrir altari.

Félagar úr karlakórnum Mosfellsbræður og kvennasönghópurinn “Boudoair” syngja. Kórstjórar eru: Julian Hewlett og Kristín Sigurðardóttir.

Á eftir guðsþjónustu býður sóknarnefnd Kársnessóknar upp á kaffi og með því í safnaðarheimili, Kópavogskirkju “Borgum”. Ofangreindir kórar taka þá einnig lagið.

Allir hjartanlega velkomnir.