Vegna ferminga vorið 2020

Kópavogi 11. mars, 2020

Kæru foreldrar og fermingarbörn vorsins 2020:

Umræðan um aðgerðir við Corona veirunni hefur ekki farið fram hjá neinu okkar undanfarið. Meðan samkomubann er ekki í gildi  er stefnt að því að ferma á áður auglýstum dögum í vor í Kópavogskirkju og æskulýðsfundir yrðu á fimmtudagskvöldum kl. 20:00-21:30. til og meðl 2. apríl n.k. Altarisgöngur yrðu svo síðar. Ef einhverjir kjósa að hætta við fermingu nú í vor þá finnum við að sjálfsögðu annan tíma, sem henntar.  Þau sem hefðu hug á  að breyta bókunum á sal í safnaðarheimilinu endilega hafið þá beint samband við Ástu, djákna.

Ef yfirvöld setja á samkomubann falla allar fermingar vorsins sjálfkrafa niður. Ef svo fer bjóðum við þá upp á að ferma í Kópavogskirkju 20. og 27. september í haust kl. 11:00. Skráningar í þær fermingar hefjast ekki nema þörf verði á en þá verða þær með sama sniði og síðast.

Bestu kveðjur,

Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni, Kópavogskirkju