Helgistund 20. október kl. 11:00

Helgistund verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 20. október næstkomandi kl. 11:00. Þorgils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur leiðir stundina og prédikar. Félagar í Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Guðsþjónusta 13. október kl. 11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 13. október, kl.11:00. Dr. Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Máteóvá, kantors. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 6. október n.k. kl. 11:00

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 6. október n.k. kl. 11:00. Sunnudagaskólakennarar og sóknarprestur leiða stundina. Skólakór Kársnes syngur. Allir hjartanlega velkomnir with this post.

Mál dagsins

Mál dagsins hefst þriðjudaginn 1. október n.k. með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá. Klukkan 15:10-15:30 mun Helgi Helgason, kennari flytja erindi að eigin vali. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.

Fyrirbænastundir á þriðjudögum kl. 13:45 í safnaðarheimilinu

Fyrirbæastundir eru í safnaðarheimilinu á þriðjudögum kl. 13:45. Fyrirbænir og falleg tónlist. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 1. október

Mál dagsins er vikulega á þriðjudögum í vetur frá kl. 14:30-16:00. Í „Máli dagsins“ þriðjudaginn 1. október mun stundin hefjast að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10-15:30 mun Helgi Helgason, fyrrverandi kennari flytja erindi. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir.

Umhverfismessa

Messan 29. september verður tileinkuð umverfismálum. Helena Óladóttir, umhverfisfræðingur og kennari flytur hugleiðingu. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Óskar H. Níelsson, sóknarnefndarmaður les ritningarlestra. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sálmar, ritningartextar og bænir fjalla um umhverfið. Kaffisopi á eftir í kirkjunni.

Starf fyrir 1-3 bekk

Kirkjustarf fyrir 1-3 bekk hefst fimmtudaginn 19. september kl. 15:30-16:30 og er í safnaðarheimilinu Borgum.

Guðsþjónusta 23. september kl.11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 23. september kl. 11:00. Sr. Sighvatur Emil Karlsson, settur héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Hrafnkels Karlssonar. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Bænastund fellur niður 17. september

Fyrirbænastund þann 17. september fellur niður vegna Aðalsafnaðarferðar í Borgarfjörð