Beðið eftir jólunum

Helgistund í sunnudagaskólasniði á Aðfangadag kl. 15:00 í Kópavogskirkju.  Sóknarprestur og Þóra Marteinsdóttir leiða.  Barna-2

Kirkjuhlaup í Kópavogi á aðventunni 2015

Hópur fólks hljóp í dag frá Kópavogskirkju að Hjallakirkju og þaðan að Digraneskirkju, síðan var haldið kapellu Líknardeildar Landsspítalans á Kársnesi og að Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar sem kapella. Meðfylgjandi myndir voru teknar af hlaupurunum.

Kirkjuhlaup 2015 2.Kirkjuhlaup 215, 1 Kirkjuhlaup 2015 3

Kirkjuhlaup í Kópavogi

ALLIR VELKOMNIR MEÐ OKKUR Í KIRKJUHLAUP KÓPAVOGS

Við hittumst tímanlega í Kópavogskirkju og byrjum á notarlegri stund saman þar sem Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngur tvo jólasálma og Lenka Mátéová leikur á orgel. Klukkan 17:40 verður klukkum Kópavogskirkju hringt og við leggjum af stað í sjálft hlaupið.

Við prófuðum þetta í fyrsta skiptið í fyrra og það tókst með eindæmum vel, því ákváðum við að endurtaka leikinn.

Hlaupinn verður ca. 10 km hringur

– ALLIR HLAUPA Á SÍNUM HRAÐA OG NJÓTA –

Hlaupið verður á milli nokkurra kirkna í Kópavogi:
Kópavogskirkja – Hjallakirkja – Lindakirkja – Digraneskirkja – Sunnuhlíðarkapella – Kapellan líknardeildinni – Kópavogskirkja
(Auðvelt að stytta í t.d. 7 km hring með því að sleppa Lindakirkju)

AÐ LOKNU HLAUPI ER BOÐIÐ UPPÁ HLAUPAVÆNAR VEITINGAR Í BORGUM – SAFNAÐARHEIMILI KÓPAVOGSKIRKJU.

Hlaupið er skipulagt af Sigurði Arnarsyni presti í Kópavogskirkju, í samvinnu við Hlaupahóp Þríkó og Bíddu Aðeins.

Kópavogskirkja

Meðfylgjandi mynd sendi Jón Árni Rúnarsson okkur nýlega.

IMG_0104

Jólaball í safnaðarheimilinu Borgum

Sunnudaginn 6. desember s.l. var haldið jólaball í safnaðarheimilinu Borgum. Dansað var kringum jólatré og jólasveinn kom í heimsókn. Meðfylgjandi myndir voru teknar á ballinu.

Jolaball-2015-Jolasveinn

Jólaball-20151

 

Mál dagsins 15. desember

Mál dagsins verður 15. desember n.k. og hefst að venju kl. 14:30 með samsöng í umsjón Lenku Matéová og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10-15:30 mun Marta Johnsson, skókaupakona í Lundúnum flytja erindi. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 13. desember

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 13. desember n.k. kl. 11:00. Börn frá leiksskólanum Kópasteini flytja helgileik. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni, sem er leidd af sr. Sigurði Arnarsyni, Þóru Marteinsdóttur. Lenka Mátéová annast undirleik. Allir hjartanlega velkomin.

Mál dagsins fellur niður þriðjudaginn 8. desmeber

Mál dagsins fellur niður þriðjudaginn 8. desember.  Síðasta samvera fyrir jól verður þriðjudaginn 15. desember kl. 14.30.

Hádegisbænir falla niður

Vegna veðurs falla hádegisbænir niður í dag, þriðjudaginn 1. desember 2015.

Samvera fyrir syrgjendur

 

Grafarvogskirkju 10. desember kl. 20:00
Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Samveran er sérstaklega hugsuð til að styðja fólk í þessum aðstæðum.

Jólasálmar
Hamrahlíðarkórinn
Ritningarlestrar

Prestur: Sr.Sigurður Grétar Helgason
Hugvekja: K. Hulda Guðmundsdóttir, Nýrri dögun
Minningarstund: Kirkjugestir geta tendrað ljós og minnst þannig látinna ástvina sinna

Samveran er túlkuð á táknmáli

Léttar veitingar og spjall eftir stundina

Landspítalinn, Þjóðkirkjan og Ný dögun
2015