Mál dagsins

Mál dagsins hefur aftur göngu sína eftir jólafrí þriðjudaginn 17. janúar kl. 14:30.  Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéova.  Um kl. 15:10 flytur Margrét Örnólfsdóttir erindi um starf sitt, sem handritshöfundur.  Meðal annars: segir Margrét frá vinnu sinni við þáttaröðina „Fangar“, sem sýnd er í sjónvarpinu þessar vikurnar.  Drukkið er kaffi kl.15:30 og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00.  Allir hjartanlega velkomnir.