Helgihald í Kópavogskirkju í dymbilviku og páskum 2016

Pálmasunnudagur 20. mars, kl. 11:00. Fermingarmessa.

Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna og dr.Karli Sigurbjörnssyni, biskup. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.

Skírdagur 24. mars, kl. 11.00. Fermingarmessa.

Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna.

Skírdagur 24. mars, kl.13:15. Altarisganga á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.

Föstudagurinn langi, 25. mars, kl. 11.00. Útvarpsguðsþjónusta.

Föstudagurinn langi, kl. 13.00 – 16.00.

Nafnlausi leikhópurinn les valda Passíusálma. Ólafía Linnberg Jensdóttir syngur og Lenka Mátéová, kantor leikur tónlist á orgel.

Páskadagur 27. mars, kl. 08.00. Hátíðarguðsþjónusta.  

Morgunhressing í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu.

Að hressingu lokinni verður farið í sögugöngu um nágrenni kirkjunnar undir forystu Guðlaugs R. Guðmundssonar sagnfræðings.

Sóknarprestur prédikar og þjónar og Kór Kópavogskirkju syngur í öllum athöfnum