Guðfræðistef í tónlist og textum Nick Cave og Bob Dylan

Kópavogskirkja mun standa fyrir fyrirlestrum í safnaðarheimilinu Borgum, öll þriðjudagskvöld í apríl sem og þriðjudaginn 3.maí.

Fyrsta kvöldið, þriðjudaginn 5.apríl verður fjallað um guðfræðistef í tónlist og textum hinna heimskunnu tónlistarmanna Nick Cave og Bob Dylan. Fyrirlesarar kvöldsins verða Kristján Ágúst Kjartansson og Henning Emil Magnússon.

Kristján Ágúst er framkvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. Hann hefur um árabil unnið að æskulýðsmálum innan þjóðkirkjunnar og stundar mag.theol nám við Guðfræðideild Háskóla Íslands.

Henning Emil starfar sem grunnskólakennari og stundar mag.theol nám við Guðfræðideild Háskóla Íslands.

Allir velkomnir, ávallt velkomnir! Kaffi og kleinur í boði.