Eldklerkurinn, leiksýning 31. mars n.k. kl. 20:00 í Kópavogskirkju

Möguleikhúsið sýnir „Eldklerkinn“ í Kópavogskirkju þriðjudaginn 31. mars n.k. klukkan 20:00.  Sýningin er samvinnuverkefni Þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi.

Enginn aðgangseyrir og allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.

Eldklerkurinn er einleikur um séra Jón Steingrímsson og Skaftárelda. Jón Steingrímsson er kunnastur fyrir eldmessuna er hann flutti í miðjum Skaftáreldum, en hver var hann, hvaðan kom hann og hver urðu örlög hans? Hér er sögð saga frá 18. öld af góðum bónda, lækni og presti sem þarf að takast á við afleiðingar skelfilegustu náttúruhamfara Íslandssögunnar á tímum örbirgðar og undirokunar.  Leikverkið byggir að mestu á skrifum Jóns, en um leið vekur það spurningar um hliðstæður við hamfarir af völdum manna og náttúru sem yfir þjóðina hafa dunið á síðustu árum.

Eldklerkurinn-Kópavogskirkju1-356x500