Entries by Sigurður Arnarson

Skráning í fermingarfræðslu er hafin.

Fermingar 2020 í Kópavogskirkju Síðsumarnámskeið verður 19. til 22. ágúst, 2019 frá kl. 9:15-12:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Vetrarfermingarfræðsla (fyrir þau sem ekki eru á síðsumarsnámskeiðinu) verður vikulega næsta vetur frá og með byrjun september, 2019 í safnaðarheimilinu Borgum (nánar tilkynnt síðar). Messur 25. ágúst 2019 og 26. janúar 2020 og fundur með foreldrum eftir messu. […]

Messa 19. maí n.k.

Messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 19. maí n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagins 14. maí

Mál dagsins þann 14. maí hefst að venju kl. 14:30. Friðrik S. Kristinsson og Lenka Mátéová leiða hópsöng. Klukkan 15:10 heldur Björk Eiríksdóttir, kennari fyrirlestur um „Söguaðferðina“. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Messa 12. maí kl. 11:00

Messa verður sunnudaginn 12. maí kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Allir hjartanlega velkomnir.

Fermingarbörn vorsins 2020 og foreldrar þeirra eru boðuð til messu sunnudaginn 12. maí næstkomandi klukkan 11:00 í Kópavogskirkju. Eftir messu verður stuttur kynningarfundur í kirkjunni um fræðsluna framundan og fermingarnar. Skráning fer þá einnig fram í fermingarfræðsluna og kynntir verða fermingardagarnir næsta vor. Þau sem ekki komast í messuna og á fundinn en vilja sækja […]

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta- Uppskeruhátíð

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 5. maí n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson og sunnudagaskólaleiðtogar leiða stundina. Börn úr 3 bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur og Þórunnar Björnsdóttur. Á eftir guðsþjónustunni verður boðið upp á pylsur og með því. Hoppukastalar verða á svæðinu. Allir hjartanlega velkomnir.

Kópavogskirkja upplýst

Fyrir nokkru var tekin í notkun ný útilýsing Kópavogskirkju. Ljósaútbúnaður gömlu lýsingarinnar var farinn að gefa sig og ákveðið var að endurnýja hann. Til verksins voru fengnir þeir Bjarnþór Sigvarður Harðarson sem hannaði lýsinguna og Lárus Eiríksson, rafverktaki, tók að sér að setja upp ljósin ásamt samstarfsfólki sínu. Kveikt var á nýju útilýsingunni að kvöldi […]