Entries by Sigurður Arnarson

Tónlistarmessa

Í tónlistarmessu 24. nóvember kl.11:00 verða sungnir nýjir sálmar eða nýlegir sálmar. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.

Þeirra minnst sem eru látin

Sunnudaginn 3. nóvember n.k. í guðsþjónustu kl. 11:00 verður þeirra sérstaklega minnst, sem eru látin. Beðið verður með nafni og kveikt á kerti til minningar um þau, sem sóknarprestur hefur jarðsungið á tímabilinu frá októberlokum 2018 til og með 1. nóvember 2019 og aðstandendum þeirra er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku […]

Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Í vikunni ganga börn í fermingarfræðslu í hús í hverfinu sínu með bauk Hjálparstarfsins í hönd. Þau safna fyrir vatnsverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Fermingarbörn í Kársnessókn það er þau sem fermast frá Kópavogskirkju næsta vor ganga í hús á morgunn, þriðjudagskvöldið 29. október frá kl. 18-20. Þau hittast kl. 18:00 í safnaðarheimilinu Borgum og […]

Tónlistarmessa 27.október kl. 11:00

Tónlistarmessa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 27. október kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgir.

Helgistund 20. október kl. 11:00

Helgistund verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 20. október næstkomandi kl. 11:00. Þorgils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur leiðir stundina og prédikar. Félagar í Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Guðsþjónusta 13. október kl. 11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 13. október, kl.11:00. Dr. Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Máteóvá, kantors. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Mál dagsins

Mál dagsins hefst þriðjudaginn 1. október n.k. með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá. Klukkan 15:10-15:30 mun Helgi Helgason, kennari flytja erindi að eigin vali. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.