Entries by Sigurður Arnarson

„Þessi fallegi dagur“ – Hugleiðing eftir sr. Sigurð Arnarson, sóknarprest í Kópavogskirkju

Sólin skein skært um daginn.  Laugardagur, heiðskírt og himinblámi.  Ég og nokkur barnanna á leið á skíði.  Við sátum í bílnum og í fjarska heyrðust tónar og tal úr útvarpinu.  Mikið að gerjast, skrítnir og ögrandi tímar.  Prédikun morgundagsins var ekki komin á blað en að flögra einhvern veginn í huga og hjarta. Prédikanir, hugvekjur og hugleiðingar taka stundum […]

Leyfi sóknarprests

Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur verður í leyfi frá og með 17. mars til 15. ágúst , 2020. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir mun leysa hann af, netfang Sjafnar er sjofnjo@simnet.is.

Samkomubann

Kópavogskirkja verður opin á skrifstofutíma, virka daga frá kl. 9:15-13:00 eins og verið hefur. Kapellan í safnaðarheimilinu Borgum og kirkjan eru opin eftir samkomulagi eins og verið hefur. Fólki er velkomið að eiga þar sína stund með Guði eða fá fyrirbæn, sé þess óskað. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir settu sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni verða á […]

Fréttatilkynning frá biskupi Íslands

https://kirkjan.is/frettir/frett/2020/03/13/Frettatilkynning-vegna-COVID-19-veirunnar/?fbclid=IwAR0RI1Ij87hx2aWTMGyYzOANUFupvHOJ02xnWFdsKcu5aH0IoKnTBUT9YG0 Fréttatilkynning vegna COVID-19 veirunnar Messuhald og fermingar falla niður í vor vegna samkomubanns. Í samhljóðan við ákvörðun stjórnvalda sem kynnt var á upplýsingafundi forsætisráðherra rétt í þessu um samkomubann vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur biskup Íslands sent út eftirfarandi tilkynningu. Allt messuhald og vorfermingar falla niður í Þjóðkirkjunni. Ákvörðunin er tekin með almannaheill í […]

Vegna ferminga vorið 2020

Kópavogi 11. mars, 2020 Kæru foreldrar og fermingarbörn vorsins 2020: Umræðan um aðgerðir við Corona veirunni hefur ekki farið fram hjá neinu okkar undanfarið. Meðan samkomubann er ekki í gildi  er stefnt að því að ferma á áður auglýstum dögum í vor í Kópavogskirkju og æskulýðsfundir yrðu á fimmtudagskvöldum kl. 20:00-21:30. til og meðl 2. […]

Guðsþjónusta 15. mars

Guðsþjónusta verður 15. mars n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Mál dagsins

Mál dagsins (félgsstarf eldra fólks í Kársnessöfnuði) fellur niður frá og með þriðjudeginum 10. mars, 2020 og til þess tíma er varúðarráðstafanir Kópavogsbæjar og elli- og hjúkrunarheimila vegna Covid19 standa yfir.