Entries by Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Hallgrímshátíð

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 26. október n.k. kl.11:00.  Sr. Hjörtur Pálsson, prédikar og fjallar sérstaklega um sr. Hallgrím Pétursson.  Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari.  Sungnir verða sálmar eftir sr. Hallgrím.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn er í umsjón: Ágústu Tryggvadóttur, Bjarma Hreinssonar og Odds Arnar Ólafssonar.  Eftir guðsþjónustu mun dr. […]

Mál dagsins 21. október 2014

Mál dagsins verður þriðjudaginn 21. október n.k. kl. 14:30-16:00.  Stundin hefst að venju á samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 mun Ingibjörg Steingrímsdóttir flytja erindi um Bráræðisholtið í Reykjavík.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Allir velkomnir.

Sameiginleg fermingarfræðsla

Fermingarfræðsla fyrir þau sem sækja vetrarfræðslu og sóttu síðsumarsfræðslu verður þriðjudaginn 14. október kl. 19:30-22:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Foreldrar fermingarbarnanna eru einnig velkomin. Ragnar Bragason, kvikmyndleikstjóri mun sýna kvikmynd sína “Málmhaus” og fjalla um hana.

Mál dagsins

Þriðjudaginn 14. október hefst Mál dagsins að venju kl. 14:30 og stendur til kl. 16:00. Friðrik Kristinsson og Lenka Mátéová stjórna samsöng til kl. kl. 15.05.  Þá mun Leifur Breiðfjörð halda fyrirlestur um verk sín. Kl. 15:30 er drukkið kaffi og stundinn lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.